Ég myndi segja að ég væri hamingjusöm ung kona á besta stað í lífinu. En ég hef ekki alltaf verið þar, svo sannarlega ekki. Ég eyddi fjölda ára í það að eltast við ranga hluti, hluti sem ég hélt að myndu færa mér hamingju. Einn draumur var að verða mjó, mikið þráði ég að verða mjó! Jú eða keppa í fitness. Annað hvort. Ef ég færi nógu mikið í ræktina, og píndi mig í það að borða nóg af kjúkling og brokkolí þá kannski myndi ég ná þangað. Ég komst fljótega að því að ég yrði aldrei neitt rosalega mjó, svo ég ákvað að ég myndi þá bara reyna að keppa í fitness. Ætli ég hafi ekki verið um 19 ára þegar ég ákvað að það væri málið. Týpísk sunnudagsköld: Ég ligg upp í sófa með brjálaða magaverki. Afhverju? Jú það var nammidagur og ég var búin að borða pizzu, súkkulaði og snakk með ídýfu. Þennan sunnudaginn ætlaði ég sko bara að fá mér pizzu og láta þar við sitja en svo átti ég erfitt með að stoppa þar sem mér þótti alveg hrikalega langt í næsta nammidag og mér þótti ekki spennandi það sem beið mín daginn eftir í ísskápnum. Í bullandi samviskubiti og með feituna á hæsta stigi fór ég að elda kjúkling og preppa næstu daga í box. Mér leið örlítið betur. Mánudagurinn gengur í garð, í allri sinni dýrð. Ég ákveð að fara á tvær æfingar þann daginn, bæta upp fyrir kvöldið áður. Ég kemst ágætlega í gegnum fyrstu dagana, á þrjóskunni, svo kemur miðvikudagur og ég spring á limminu. Ég fer með vinkonu minni og fæ mér ís. Þá er hvorteðer allt ónýtt! Eina í stöðunni er að fara heim og klára dæmið og panta mér Dominos. Eftir að ég hef slátrað dominos pizzunni alveg sjálf þá ákveð ég að það taki því nú ekki að byrja aftur á hollustunni daginn eftir, ég byrja bara á mánudaginn. Setjum þessa atburðarrás á repeat. Þá ert þú komin með ansi góða mynd á líf mitt í "gamla daga". ![]()
Mér leið ekki vel. Ég sá það ekki þá, en ég sé það í dag þegar ég lít til baka. Ef maður horfir aðeins yfir þetta þá kemur maður strax auga á að þarna er ég ekki á nokkurn hátt að leytast eftir því að vera heilbrigð og í jafnvægi. Ég er að leitast eftir ákveðnu útliti. Það ristir svo rosalega grunnt, það er ekki nóg! Ég lifði í þeirri blekkingu að ég þyrfti að pína mig til þess að vera í mínu besta formi. Ég lifði í þeirri blekkingu að það væri ekki hægt að komast í þrusu form á skynsamlegan hátt. Ég lifði í þeirri blekkingu að þetta myndi gerast hægt, mjög hægt ef ég myndi gera þetta skynsamlega. Þegar þú hefur gert sama hlutinn endurtekið án þess að ná árangri þá fer maður að spyrja sjálfan sig hvað maður sé nú eiginlega að gera vitlaust. Ég ákvað að byrja að taka til í lífi mínu og byrjaði á því að vinna mikið í mér andlega. Það var erfitt en samt sem áður það besta sem ég hef gert. Á þeim tíma var ég ekki að vinna í sambandi mínu við mat, en það átti eftir að verða verkefni seinna meir. Það er nefnilega ekki svo langt síðan ég byrjaði að taka almennilega til í hausnum á mér varðandi samband mitt við mat. Ég misstíg mig oft! Bara síðast núna í gær, ég borðaði of mikið og var að drepast í maganum. Hvað hefur breyst? Jú ég fór ekki í sjálfsniðurrif. Ég mætti á æfingu daginn eftir af því ég elska að æfa, ekki því ég var að refsa mér. Mér þykir of vænt um sjálfan mig til þess að refsa mér. Þetta gerist svo sannarlega ekki á einum degi og ég er alltaf að bæta mig í hverri viku. Ég banna mér ekki neitt, ég er ekki með sérstaka "nammidaga" af fenginni reynslu, þeir hvetja mig til þess að troða í mig einn dag í viku þar sem mig langar mögulega ekki í neitt. Ég passa að næra kroppinn vel, það er algjört lykilatriði. Vel nærður kroppur er minna spenntur fyrir rusl fæði heldur en vannærður kroppur. Ég er ekki hætt að borða nammi eða snakk. Ótrúlegt en satt, þegar ég tók þá ákvörðun að hætta í megrun, hætta í átaki, leyfa mér allt þá byrjaði ég að borða minna af því heldur en áður. Og ég komst í besta form lífs míns, andlega og líkamlega. Hætt í megrun - hætt í "átaki" rúmu ári eftir meðgöngu sonar míns í mínu besta formi. Afþví ég veit að ef ég er að fá mér popp í bíó á mánudegi, þá má ég alveg fá mér eitthvað líka næsta dag ef mig langar til. Og þá þarf ég ekki að troða í mig poppi, nammi og líka ís af því það er svo langt í næsta "treat". Hvaða lífsgæði eru það að vera sífellt í "átaki" eða "megrun"? Svo er það annað, ekki borða mat sem þér þykir vondur. Afhverju ættir þú að gera það? Hugsaðu fram í tímann, eftir 10 ár. Myndir þú vilja lifa lífsstílnum sem þú ert að lifa núna eftir 10 ár? Ef svarið er nei, skoðaðu þá aðeins hvað má bæta. Elskaðu sjálfan þig. Að elska sjálfan sig og að vera með stórt egó er ekki það sama. Ekki rugla því saman. Að elska sjálfan sig er ekki að halda að maður sé betri en einhver annar. Að elska sjálfan sig er að hlúa að sér líkt og maður myndi gera við sinn besta vin. Talaðu jákvætt til þín. Ekki vera stöðugt að einblýna á það sem þú vilt bæta varðandi líkamann þinn. Prófaðu að skrifa niður það sem þér LÍKAR! Þegar að við einblýnum á það sem okkur líkar, þá fáum við meira af því. Trúðu mér. Það er bara eitt eintak af þér, farðu vel með það. Þú átt bara það besta skilið. Ásdis Inga Haraldsdóttir Við erum öll mannleg og stígum stundum aðeins út af sporinu. Því lengur sem við dveljum í því þeim mun erfiðara finnst okkur oft að komast í gírinn.. Maður upplifir oft vonleysi og eins og allt sé ónýtt! Nú ætla ég að slengja fram setningu sem flestir hafa heyrt. "Þú grennist ekki af einni hollrii máltíð, heldurðu að þú eyðileggir allt með einni óhollri ?" Það má alveg breyta þessari setningu líka í "Þú grennist ekki á einni helgi, heldurðu að þú eyðileggir alla vinnuna á einni óhollri helgi?" ![]() Lang oftast er þetta andlegt, við erum jafnvel búin að safna á okkur bjúg og erum þreytt eftir að hafa farið í gegnum dagana illa nærð. Hér fyrir neðan eru nokkur skotheld ráð til þess að koma þér aftur í gírinn ef þú ert ein/n af þeim sem tók smá feilspor! En munum eitt - að fara "út af sporinu" er mikilvægur hluti af þessu öllu saman, þar lærum við og þar erum við minnt á hvar við viljum ekki vera. 1. Útbúðu þér heitt te Já, þetta geri ég alltaf. Heitur tebolli með rifnum engifer, hálfri kreistri sítrónu og jafnvel nokkrum myntu laufum. Vatnslosandi og veitir gleði og vellíðan. ![]() 2. Gefum okkur tíma í dekur Þetta svíkur engann. Heitt bað með Vatnajökli baðsalti sem inniheldur meðal annars magnesíum og ýmsar jurtir sem eru vatnslosandi. Skrúbba sig svo með Skinboss kaffiskrúbbnum og þá eru manni allir vegir færir. 3. Skipulag Já ég sagði það, og ég tönnlast endalaust á þessu, SKIPULEGGÐU ÞIG! Sestu niður, skrifaðu á blað hvað þú ætlar að borða á morgun og hvenær þú ætlar að æfa. Þá er það skjalfest og engin fær þér haggað! ![]() 4. Nýtt æfingaplan Stundum erum við einfaldlega bara komin með nett leið á því sem við erum að gera og þess vegna förum við að sýna því minni áhuga. Byrjaðu á nýju æfingaplani. Talaðu við þjálfarann þinn, eða sendu OKKUR línu og við græjum fyrir þig skothelt plan. Þá getur ekkert klikkað. 5. Enn meira skipulag Ég þarf stundum bara að skipuleggja mig enn betur. Búa til matseðil fyrir vikuna, kaupa box til að setja allt nestið í, baka bananabrauð og frysta, prófa nýjar uppskriftir, búa til nýtt board á Pinterest með fullt af motivational myndum. Hægt er að hlusta á ræktar playlistann okkar á Spotify. Hann heitir "Fitnestic gym" en sumir finna hann aðeins undir "Ásdís Inga Haraldsdóttir". Kv. Ásdís Inga Vinkonu vika Fitnestic Oft er auðveldara og skemmtilegra að byrja að hreyfa sig og spá í mataræðinu þegar maður er með vinkonu sér við hlið. Við hjá Fitnestic ætlum að bjóða vinkonum að koma saman í fjarþjálfun með mælingum á dúndur verði frá 2-9.mars. Þið mætið saman í viðtölin og mælingarnar og æfið eftir sama/svipuðu æfingaplani. Aðeins 13.900.- á mann fyrir 4 vikur Þrjú viðtöl og mælingar Markmiðasetning Matarplan Æfingaplan Vikulega eftirfylgni Skil á matardagbók Aðgangur að matarbanka Aðgangur að lokaðri grúbbu ofl.! Aðal ástæðan fyrir því að við ákváðum að henda þessu tilboði í loftið er sú að við fáum ótal spurningar frá vinkonum mjög reglulega hvort að við séum með ódýrari díl fyrir þær sem vilja koma saman og i sumum tilfellum höfum við sérsniðið pakka fyrir þær. Við ætlum að skoða hverjar viðtökurnar verða og jafnvel hafa svipaðan pakka í stöðluðum pökkum hjá okkur ef vel gengur. Ef þú vilt vera með, skráðu þig þá hér að neðan! Meistaramánuðurinn er genginn í garð í allri sinni dýrð og margir að setja sér frábær markmið í áttina að heilbrigðari lífsstíl. Við höldum úti snapchat aðganginum fitnestic og þangað fæ ég ótrúlega mikið af spurningum varðandi nesti. Fólk vill ekki þurfa að hafa of mikið fyrir því en vill samt næra sig rétt og vel. Ég ákvað því að útbúa lista fyrir ykkur sem gæti gefið ykkur hugmyndir. ![]() Hnetumix Blandaðu saman 20 gr möndlur 15 gr rúsínur 10 gr kókosflögur 15 gr cashew hnetur Það getur verið mjög sniðugt að útbúa marga poka eða raða í mörg lítil box og eiga þetta til svo auðvelt sé að grípa til þess. Einnig er mjög sniðugt að geyma einn poka í bílnum, hver kannast ekki við það að fara svangur í búð og kaupa allskonar óþarfa og óhollustu? ![]() Ávextir og hnetusmjör/kasjúsmjör Gott er að miða við 15-20 gr. af smjörinu, því það er mjög fljótt að telja í hitaeiningum. Kasjúsmjör er það besta sem ég hef smakkað og fæst t.d í Bónus frá H-berg. Góð combo eru t.d Banani + hnetusmjör/kasjúsmjör Epli + hnetusmjör/kasjúsmjör 2-3 döðlur + hnetusmjör/kasjúsmjör Pera + hnetusmjör/kasjúsmjör ![]() Boost Þessi boost uppskrift er ótrúlega bragðgóð og auðvelt að útbúa daginn áður og eiga inni í ískáp. 1 skeið Ultraloss Maracuja bragð (fæst hjá fitfood.is) Hægt að nota 130 gr gríska jógúrt í staðin frá Örnu (t.d kókos) 250 ml soyamjólk 1 dl frosin ananas Og njóta! Ég fæ mér þennan allavega 3x í viku.
![]() Einföld combó!
Ég vona að þetta haf orðið að einhverju gagni! Mundu að tíminn er núna. Gerum okkar besta dag frá degi. Og það sem mestu máli skiptir... JÁ ÞÚ GETUR ÞETTA! ATH! ef þú ert með hnetu-óþol er hægt að nota möndlur og möndlusmjör. Kv. Ásdís Inga Haraldsdóttir ![]() Við vinnum í geira þar sem komið er inn á viðkvæm mál hjá fólki, sem varðar útlit og vellíðan. Þannig hagnast fyrirtæki og einstaklingar sem boða bestu leiðina til að komast í flott form á stuttum tíma, mörg hver með boðskap um það hvernig við fáum flottari magavöðva með því að drekka drykk í 6 vikur og hvaða æfingar við eigum að gera í 4 vikur til að fá kúlurass. Það er varla hægt að fara inn á veraldarvefinn án þess að vera sleginn í andlitið með blautri tusku því raunveruleikinn er allt annar. Raunveruleikinn er sá að ef við ætlum að komast í besta form lífsins þá þurfum við að gera breytingar til frambúðar. Margir eru hræddir við að heyra það því sami geiri leggur áherslu á að við borðum þurran og bragðlausan mat, æfum lengi á hverjum degi og að við gerum kröfur til okkar sem eru óraunhæfar. Það er ótrúlegt frelsi sem fylgir því að vita og læra það að við þurfum ekki að lifa leiðinlegu og bragðlausu lífi til þess að líða vel, líta vel út og vera full af orku. Ég skora á þig að velja vel leiðina sem þú ferð núna í átt að lífsstílsbreytingunni þinni. Hugsaðu hana út frá þínum hagsmunum, hvað hentar þér og hvernig það passar við þitt fjölskyldumunstur. Þetta þýðir ekki að við eigum að gefa eftir heldur gengur mun betur að breyta til hins betra þegar við tileinkum okkur venjur sem eru skemmtilegar og ganga upp í okkar rútínu. Veldu þér mataræði sem er spennandi og einfalt og æfingar sem þú hefur gaman af. En fyrst og fremst leggðu áherslu á það að breyta venjum og hugarfarinu í leiðinni. Það er okkar hlutverk í þessum geira að gefa einstaklingi það veganesti sem hann þarf til að breyta lífinu sínu og bæta heilsuna til frambúðar. Ekki boða einhverja lausn sem dugir í 6 vikur og svo er allt sprungið. Við hjá Fitnestic erum að byrja með 8 vikna námskeið mánudaginn 16. janúar en þar tökum við á betri venjum, hvernig við náum flottum árangri án öfga, hugarfarinu og fleira. Betri upplýsingar er hægt að nálgast hér að neðan. En fyrst þurfum við að vita hvað við viljum! Ég ætla að deila með ykkur frábærri leið til að brjóta niður markmiðin ykkar og þannig auðvelda ykkur heilsuferðalagið árið 2017Skiptið árinu í ársfjórðunga á eitt blað: 1.jan-31.mars/1.apríl-30. júní/1.júlí-30 september/1. október-31.desember. Skrifið niður fyrir hvern ársfjórðun (4X3 atriði): 1. Eitt hreyfimarkmið (Dæmi:10 armbeygjur á hnjám eða tám/Hlaupa 500 m án þess að stoppa/Taka x þyngd í hnébeygju/Fara að meðaltali 4x að æfa hverja viku) 2. Eitt andlegt markmið (Dæmi: Hrósa einhverjum daglega/Hugsa eða skrifa niður 3 atriði sem þið eruð þakklát fyrir daglega/Pikka í sjálfa ykkur ef þið hafið vantrú eða hugsið neikvætt um ykkur sjálf og segja eitt jákvætt atriði í staðinn/Byrja daginn á því að nefna 3 jákvæð atriði um þig sjálfa/n 3. Eitt útlitslegt markmið því það má líka! (Dæmi: Missa 4 fitu%/Passa í buxur einni stærð fyrir neðan/ taka mynd á 2-4 vikna fresti og bera saman) Best er að hengja blaðið upp á vegg þar sem það er sýnilegt. Hver ársfjórðungur er nýtt tækifæri til að gera enn betur. En það er mikilvægt að hugsa einn dag í einu eftir að við höfum sett þessi markmið. Gerum okkar besta daglega og hrósum okkur fyrir það góða en ekki draga okkur niður fyrir litlu mistökin því þau munu koma! Það er partur af þessu og þannig komumst við sem lengst. Gleðilegt nýtt ár |
Fyrsta skrefið er að ákveða hvaða nýju venjur við ætlum að taka fyrir. Hérna skiptir máli að líta tilbaka og skoða hvað má betur fara. Það er mun árangursríkara að bæta inn því góða frekar en að einblína á að taka út það slæma. Í staðinn fyrir að hætta að drekka gos, settu inn vatnsglas með hverri máltíð. Í staðinn fyrir að setja sykur á bannlista borðaðu þá jafnt og þétt yfir daginn, nóg af hitaeiningum og próteinum. Þannig dettur það slæma út. Prófaðu! Það sakar ekki að breyta til og sjá hvort þú fáir einhverja aðra niðurstöðu. Fáðu þér heilbrigt og skemmtilegt matarplan sem þú endist á. Það er mikilvægast í þessu, að hafa gaman af! |

Annað skrefið er að breyta hugafarinu. Setjum okkur raunhæf markmið, Skoðaðu á hvaða stað þú ert í dag og taktu ákvarðanir út frá því. Ég trúi því að við eigum að skjóta hátt upp í loft og fara á eftir draumunum okkar en þegar kemur að þessu er mikilvægt að byggja upp sjálfstraust. Prófaðu fyrstu vikuna að fara tvisvar að hreyfa þig ef þú hefur ekkert farið, að drekka 500 ml af vatni á dag ef þú drekkur ekkert, að borða 3 máltíðir ef þú borðar 1-2 á dag. Í lok vikunnar á þér að líða vel með þinn árangur og þannig nærðu að byggja ofan á venjurnar þínar næstu vikur. Hér þurfum við að vera nokkuð raunhæf.

Þriðja skrefið er að byrja hvern einasta dag sem nýjan dag. Það skiptir engu máli hvernig gærdagurinn fór eða hvort það sé sumarbústaður um helgina. Dagurinn í dag er eini dagurinn sem skiptir máli. Það eru magnaðir hlutir sem gerast þegar við náum að njóta og gera okkar besta Í DAG. Kannast einhver við það að miðvikudagurinn hafi ekki verið fullkominn og heilbrigða lífsstílnum er þ.a.l frestað fram á mánudag? Kroppurinn þinn þarf á góðri næringu og hreyfingu að halda á hverjum degi, það er staðreynd. Það er ekki þessi eina vaffla heima hjá ömmu sem skemmdi fyrir þér þessa vikuna. Heldur það að þú gafst upp og ákvaðst að byrja á mánudaginn því þú varst ekki 100%. Það er enginn 100% og það eru frábærar fréttir!

Fjórða skrefið er að leita dýpra. Afhverju vil ég breyta til? Ég get ekki talað fyrir aðra en persónulega vil ég halda heilbrigðum lífsstíl af svo mörgum ástæðum. Sem dæmi: Ég hreyfi mig því mér líður betur andlega, ég geri það fyrir mig og aðra. Ég er bara miklu skemmtilegri þegar ég kemst á æfingar. En það er bara ég. Skoðaðu afhverju þú ferð af stað? Loforðið mitt er að með góðri næringu og hreyfingu líður þér betur þegar þú vaknar á morgnanna full af orku, lítur í spegil eða ferð í göngu með barninu þínu. Það er það sem skiptir mestu máli.
Það magnaða við það að flýta sér hægt er að við myndum fastmótaðar venjur sem endast, dag eftir dag. Við hættum að rokka upp og niður í lífsstílnum okkar og byrjum að byggja ofan á árangurinn okkar, bæði andlega og líkamlega. Eftir nokkra mánuði erum við komin mun lengra heldur en nokkurn tímann með skyndilausninni rétt fyrir utanlandsferðina. Það er ekkert sem heitir byrjunarreitur þegar kemur að heilbrigðum líkama og sál. Að breyta um lífsstíl er ekki kapphlaup í átt að einhverri kílótölu eða utanlandsferð heldur leið til þess að lifa lífinu til fulls. |
Við Ásdís leggjum auðvitað mikla áherslu á að gera skemmtileg matar- og æfingaplön sem gaman er að fylgja. Við erum ekki sálfræðingar en við vitum af mikilvægi þess að taka hugafarið með í myndina í þessu ferli. Það er auðvelt að verða sér út um góð plön, að ná árangri er EINFALT. Það er hausinn sem er oftast fyrir okkur og það er ekkert meira mál að breyta hugafarinu með góðum tólum og venjum. Þann 10. október ætlum við að starta námskeiði þar sem við förum vel í þessi atriði. Ef þér finnst þú vera á "byrjunarreit" og langar að skoða málið þá eru frekari upplýsingar um námskeiðið hér að neðan. Við erum hér fyrir ykkur.
Alexandra Cruz Buenano
Alexandra Cruz Buenano
Ég hef oft upplifað tímabil þar sem mér finnst ég vera með "ræktarleiða".
Flestir upplifa slíkt tímabil og þá er gott að geta gripið til einhverra ráða til að koma sér aftur á beinu brautina.
Hér ætla ég að deila með ykkur 5 ráðum við "ræktarleiða"!
Flestir upplifa slíkt tímabil og þá er gott að geta gripið til einhverra ráða til að koma sér aftur á beinu brautina.
Hér ætla ég að deila með ykkur 5 ráðum við "ræktarleiða"!

Motivation/hvatning
Það er ótrulega gott að byrja alla daga á einhverju sem þér finnst vera hvetjandi. Ég útbý t.d albúm á www.pinterest.com þar sem ég vista allar myndir sem mér þykja hvetjandi. Svo er hægt að finna allskonar hvetjandi vídeó á Youtube.
Alexandra bjó til spilunarlista á youtube með allskyns hvetjandi videoum og uppáhalds vídeóið mitt þar heitir "dream".
Það er hægt að kveikja á einu vídeói á leið í vinnu, í skólann eða líta yfir hvetjandi myndir yfir morgunmatnum. Það setur tóninn inn í daginn og getur gert gæfumun.
Einnig eru margir með hvetjandi snapchat aðganga sem er gaman að fylgjast með. Okkar er: fitnestic og reynum við eftir bestu getu að vera hvetjandi.
Það er ótrulega gott að byrja alla daga á einhverju sem þér finnst vera hvetjandi. Ég útbý t.d albúm á www.pinterest.com þar sem ég vista allar myndir sem mér þykja hvetjandi. Svo er hægt að finna allskonar hvetjandi vídeó á Youtube.
Alexandra bjó til spilunarlista á youtube með allskyns hvetjandi videoum og uppáhalds vídeóið mitt þar heitir "dream".
Það er hægt að kveikja á einu vídeói á leið í vinnu, í skólann eða líta yfir hvetjandi myndir yfir morgunmatnum. Það setur tóninn inn í daginn og getur gert gæfumun.
Einnig eru margir með hvetjandi snapchat aðganga sem er gaman að fylgjast með. Okkar er: fitnestic og reynum við eftir bestu getu að vera hvetjandi.

Góður playlisti
Ef ég er með ný og skemmtileg lög þá finn ég að það verður enn meira spennandi að mæta á æfingu. Ég er lang hrifnust af því að nota Spotify og ég borga fyrir premium aðgang. Premium aðgangur gerir þér það kleift að hlusta á öll lög þó þú sért ekki nettengd/ur. En premium aðgangur er ekki nauðsyn, Spotify er hægt að nálgast frítt.
Þeir playlistar sem ég er að hlusta mest á þessa dagana eru Pulse Crossfit og annar playlisti sem Alma og Klara græjuðu saman sem heitir RÆKTINNNN. Þessa playlista er hægt að nálgast inná Spotify með því að slá þessi nöfn inn í "search".
Ef ég er með ný og skemmtileg lög þá finn ég að það verður enn meira spennandi að mæta á æfingu. Ég er lang hrifnust af því að nota Spotify og ég borga fyrir premium aðgang. Premium aðgangur gerir þér það kleift að hlusta á öll lög þó þú sért ekki nettengd/ur. En premium aðgangur er ekki nauðsyn, Spotify er hægt að nálgast frítt.
Þeir playlistar sem ég er að hlusta mest á þessa dagana eru Pulse Crossfit og annar playlisti sem Alma og Klara græjuðu saman sem heitir RÆKTINNNN. Þessa playlista er hægt að nálgast inná Spotify með því að slá þessi nöfn inn í "search".
Ný flík Það er aldrei leiðinlegt að hafa góða og gilda ástæðu til þess að kaupa sér nýja rætar flík , eða það finnst mér a.m.k ekki. Ég finn að ef ég er komin með smá ræktarleiða þarf oft bara einn nýjan bol í safnið og ég er meira en til í að skella mér á góða æfingu. Föt í ræktina eru oft mjög dýr á Íslandi og vil ég endilega deila með ykkur síðu sem ég er heldur betur hrifin af. Á USA pro síðunni er hægt að kaupa föt í ræktina á mjög góðu verði og láta senda heim. Eina gjaldið sem bætist við er VSK og hægt er að reikna út öll gjöld hér. |

Nýtt æfinga eða matarplan
Oft er maður hreinlega bara komin/n með leið á matar- eða æfingaplaninu sínu eftir 4 vikur og þarf ný. Talaðu við þjálfarann þinn og biddu hann um að endurnýja, segðu þjálfaranum frá því sem þér þykir skemmtilegt að gera og hvaða markmiðum þig langar til að ná og þá verða plönin enn skemmtilegri!
Ef þú ert ekki með þjálfara og ert jafnvel bara að gera "eitthvað" í ræktarsalnum þá hvet ég þig til að hafa samband við einhvern sem þér lýst vel á og fá plön sem hentar þér. Að vera með skýra og góða stefnu er lykilatriði þegar maður vill ná árangri.
Oft er maður hreinlega bara komin/n með leið á matar- eða æfingaplaninu sínu eftir 4 vikur og þarf ný. Talaðu við þjálfarann þinn og biddu hann um að endurnýja, segðu þjálfaranum frá því sem þér þykir skemmtilegt að gera og hvaða markmiðum þig langar til að ná og þá verða plönin enn skemmtilegri!
Ef þú ert ekki með þjálfara og ert jafnvel bara að gera "eitthvað" í ræktarsalnum þá hvet ég þig til að hafa samband við einhvern sem þér lýst vel á og fá plön sem hentar þér. Að vera með skýra og góða stefnu er lykilatriði þegar maður vill ná árangri.
Hvað drífur þig áfram? Hver er aðal ástæðan fyrir þvi að þú lagðir upp í þetta ferðalag til að byrja með? Það getur verið svo margt og er ótrúlega persónubundið. Mitt "why" er sonur minn, ég vil vera heilbrigð og góð fyrirmynd fyrir son minn. Settu þitt "why" á blað og hafðu fyrir framan þig á hverjum degi til að minna þig á. Ef þú ert með ræktarleiða núna, sestu niður og skrifaðu niður á blað afhverju þú vilt hefja lífsstílsbreytingu. Það gæti kveikt einhvern neista! |
Ásdís Inga Haraldsdóttir
Archives
April 2017
March 2017
February 2017
January 2017
December 2016
November 2016
October 2016
September 2016