![]() Það er alveg jafn mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu okkar eins og líkamlegri. Í raun helst þetta tvennt í hendur. Ef mér líður illa andlega þá sæki ég frekar í hluti sem eru ekki góðir fyrir mig. Til dæmis aðstæður sem ég vil ekki vera í, borða mat sem er ekki góður fyrir mig og lætu mér líða illa. Ég býst við hinu versta, samskiptin mín eru ekki eins og ég vil hafa þau, er kvíðin og ímynda mér hluti sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Það er ótrúlegt hvað líf manns getur breyst við það að hlúa aðeins að okkur. Andlega jafnt og líkamlega. Ef maður hefur lengi lifað í sársauka þá getur verið svo að maður finni ekki endilega fyrir því að manni líði það illa, maður er orðinn vanur ástandinu og hugurinn farinn í ákveðið "survivor mode". Svoleiðis var það hjá mér, það þurfti ákveðið áfall að eiga sér stað í mínu lífi til þess að ég áttaði mig á því að ég var ekki glöð með það hvar ég væri stödd og ákvað að gera breytingar. Það kostar tíma og elju að vinna sig upp úr vanlíðan og yfir á betri stað. En það er þess virði og það þarf ekki að vera flókið. Ég tel að það sé öllum hollt að vinna einhverja sjálfsvinnu, það er gott fyrir alla að horfast í augu við sjálfan sig og vera tilbúin að bæta sig dag frá degi. Á þann hátt vöxum við. Í þessu bloggi langar mig til þess að deila með ykkur nokkrum hlutum sem hjálpa mér. ![]() 1. Þakklæti Ég set þetta efst þar sem að ég trúi því að hamingjan er hvað sterkust þegar maður lifir í þakklæti. Ég skrifa lista fyrir svefninn og þegar ég vakna yfir þá hluti sem ég er þakklát fyrir. Ef ég gleymi að skrifa þá hugsa ég þá uppí rúmi. Það geta allir verið þakklátir fyrir eitthvað. Ef þú gefur orku í góðu hlutina í lífi þínu þá muntu uppskera fleiri góða hluti. Það er sannleikur. Ég skal sýna ykkur lítið dæmi hér að neðan sem ég skrifa fyrir sjálfa mig. -Ég er þakklát fyrir að þurfa aldrei að hafa áhyggjur af því að vera svöng -Ég er þakklát fyrir að hafa heilsu til að geta stundað líkamsrækt -Ég er þakklát fyrir son minn -Ég er þakklát fyrir að eiga heilbrigt og fallegt samband við allar mínar vinkonur -Ég er þakklát fyrir að maðurinn minn tók allt til og kveikti á kertum í kvöld. Ég finn fyrir gífurlegu þakklæti þegar ég les þetta yfir og það setur tóninn inn í nóttina mína eða inn í daginn minn. Prófiði þetta! Yndislegt tól. 2.Farðu í gegnum einn dag án þess að dæma Ég ætla ekki að þykjast vera einhver engill þegar kemur að þessu. Ég dæmi ef ég er ekki á góðum stað, því miður. En þegar ég vanda mig og sleppi tökunum og dæmi ekki aðra þá er það þvílíkt frelsi. Ef maður dæmir aðra þá dæmir maður sjálfan sig. Ekki setja óraunhæfar kröfur á annað fólk, að þessi eigi að vera svona eða hinsegin. Við erum öll misjöfn, sjáum hlutina með okkar augum, eigum okkar eigin upplifanir og erum með mismunandi tilfinningar. Við megum öll taka pláss. ![]() 3. Hrósa öðrum Síðast í gær þá var ég eitthvað leið, strákurinn minn var veikur og mér finnst mjög erfitt þegar hann er veikur. Ég tók upp símann og skoðaði snapchattið mitt og ákvað að hrósa. Allt þetta hrós var heilagur sannleikur, hlutir sem ég hafði kannski hugsað þegar ég var að skoða snapchat hjá viðkomandi en sagði aldrei neitt. Vá hvað mér leið vel að hrósa. Ekki vegna þess að ég fékk eitthvað viðurkenningar-kick út úr því að fá "vá takk æðislega!" á móti, heldur vegna þess að það gefur frá sér jákvæða orku. Ég reyni að passa mig að hrósa ekki með skilyrðum. Hvað þýðir það? Jú það þýðir það að ef ég hrósa með því hugarfari að ég sé að bíða eftir hrósi á móti þá er það eigingjarnt hrós en ekki einlægt hrós til viðkomandi. Nota bene, ég er ekki fullkomin þarna en ég reyni að vanda mig. 4.Hugleiðsla Hugleiðsla er mitt besta tól til þess að róa mig niður og koma mér í núið. Hún er ekki flókin og það þarf ekki að fara á námskeið. Þið einfaldlega googl-ið eða youtube-ið. Til dæmis:
5. Tala fallega til sín í speglinum Hljómar kannski kjánalega fyrir þeim sem eru að heyra þetta í fyrsta skiptið. En prufið! Segið 3 falleg atriði við ykkur í spegilinn. Það kemst í æfingu and it feels good! Oft sér maður sjálfan sig ekki í réttu ljósi og er alltaf að bera sig saman við aðra. Embrace yourself! Takk fyrir að lesa. Knús á ykkur -Ásdís Inga Facebook síðan okkar Snapchat: fitnestic |
Archives
April 2017
Categories |