www.fitnestic.is
  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn

Enn eitt átakið eða besta form lífs þíns árið 2017?

1/11/2017

Comments

 
PictureNiðurstöður google leitarvélarinnar þegar flétt er upp ,,how to lose weight"
​
Við vinnum í geira þar sem komið er inn á  viðkvæm mál hjá fólki, sem varðar útlit og vellíðan. Þannig hagnast fyrirtæki og einstaklingar sem boða bestu leiðina til að komast í flott form á stuttum tíma, mörg hver með boðskap um það hvernig við fáum flottari magavöðva með því að drekka  drykk í 6 vikur og hvaða æfingar við eigum að gera í 4 vikur til að fá kúlurass. Það er varla hægt að fara inn á veraldarvefinn án þess að vera sleginn í andlitið með blautri tusku því raunveruleikinn er allt annar.

Raunveruleikinn er sá að ef við ætlum að komast í besta form lífsins þá þurfum við að gera breytingar til frambúðar. Margir eru hræddir við að heyra það því sami geiri leggur áherslu á að við borðum þurran og bragðlausan mat, æfum lengi á hverjum degi og að við gerum kröfur  til okkar sem eru óraunhæfar.
 
Það er ótrúlegt frelsi sem fylgir því að vita og læra það að við þurfum ekki að lifa leiðinlegu og bragðlausu lífi til þess að líða vel, líta vel út og vera full af orku. Ég skora á þig að velja vel leiðina sem þú ferð núna í átt að lífsstílsbreytingunni þinni. Hugsaðu hana út frá þínum hagsmunum, hvað hentar þér og hvernig það passar við þitt fjölskyldumunstur. Þetta þýðir ekki að við eigum að gefa eftir heldur gengur mun betur að breyta til hins betra þegar við tileinkum okkur venjur sem eru skemmtilegar og ganga upp í okkar rútínu. 
 
Veldu þér mataræði sem er spennandi og einfalt og æfingar sem þú hefur gaman af. En fyrst og fremst leggðu áherslu á það að breyta venjum og hugarfarinu í leiðinni. Það er okkar hlutverk í þessum geira að gefa einstaklingi það veganesti sem hann þarf til að breyta lífinu sínu og bæta heilsuna til frambúðar. Ekki boða einhverja lausn sem dugir í 6 vikur og svo er allt sprungið.

 
Við hjá Fitnestic erum að byrja með 8 vikna námskeið mánudaginn 16. janúar en þar tökum við á betri venjum, hvernig við náum flottum árangri án öfga, hugarfarinu og fleira. Betri upplýsingar er hægt að nálgast hér að neðan. 
Fitnestic námskeið

En fyrst þurfum við að vita hvað við viljum! Ég ætla að deila með ykkur frábærri leið til að brjóta niður markmiðin ykkar og þannig auðvelda ykkur heilsuferðalagið árið 2017

Picture
  
Skiptið árinu í  ársfjórðunga á eitt blað:
1.jan-31.mars/1.apríl-30. júní/1.júlí-30 september/1. október-31.desember.
 
Skrifið niður fyrir hvern ársfjórðun (4X3 atriði):
1. Eitt hreyfimarkmið (Dæmi:10 armbeygjur á hnjám eða tám/Hlaupa 500 m án þess að stoppa/Taka x þyngd í hnébeygju/Fara að meðaltali 4x að æfa hverja viku)

2. Eitt andlegt markmið (Dæmi: Hrósa einhverjum daglega/Hugsa eða skrifa niður 3 atriði sem þið eruð þakklát fyrir daglega/Pikka í sjálfa ykkur ef þið hafið vantrú eða hugsið neikvætt um ykkur sjálf og segja eitt jákvætt atriði í staðinn/Byrja daginn á því að nefna 3 jákvæð atriði um þig sjálfa/n
​

3. Eitt útlitslegt markmið því það má líka! (Dæmi: Missa 4 fitu%/Passa í buxur einni stærð fyrir neðan/ taka mynd á 2-4 vikna fresti og bera saman)
 
Best er að hengja blaðið upp á vegg þar sem það er sýnilegt. Hver ársfjórðungur er nýtt tækifæri til að gera enn betur. En það er mikilvægt að hugsa einn dag í einu eftir að við höfum sett þessi markmið. Gerum okkar besta daglega og hrósum okkur fyrir það góða en ekki draga okkur niður fyrir litlu mistökin því þau munu koma!
​Það er partur af þessu og þannig komumst við sem lengst.

Gleðilegt nýtt ár
Alexandra Cruz Buenano
Snapchat: Fitnestic

Comments
    Picture

    Archives

    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016

    Categories

    All

    RSS Feed

Hafðu samband


​

  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn