![]() Eins og flestir sem þekkja mig vita þá hefur mér alltaf þótt gaman að vera brún. Mögulega hef ég tekið það einu skrefi of langt á unglingsárunum en það er efni í alveg sér blogg. Í þau skipti sem ég hef verið að nota brúnkukrem, þá lít ég út eins og bráðið súkkulaði í lok æfingar, brúnir taumar allstaðar að leka niður. Ég lét mig bara hafa það í smá tíma en mér þótti leiðinlegt að geta ekki klæðst ljósum litum af því ég var hrædd um að fá brúna bletti í fötin. Svo kom sá dagur að ég sá www.tan.is vera að auglýsa Fitness Tan brúnku! Þetta var of gott til þess að vera satt, var það fyrsta sem ég hugsaði. Fitness Tan er brúnka sem svitnar ekki af á æfingu. En ég varð að prófa þetta og keypti mér einn brúsa. Ég var enginn nýgræðingur í því að setja á mig brúnku svo ég undirbjó húðina eins og á að gera og bar svo froðuna á með þar til gerðum hanska sem ég keypti með. Nú ætla ég að vera alveg hreinskilin, í fyrstu leist mér ekkert á blikuna og fannst brúnkan vera klessuleg og erfitt að dreifa úr henni. Ég leyfði henni að vera á húðinni í 3 tíma eins og stóð á flöskunni og skolaði svo af. Um leið og ég var búin að skola brúnkuna af þá fóru allar misfellur og eftir varð jöfn og falleg brúnka en mér fannst hún ekki alveg nægilega dökk. Svo ég prófaði nokkrum dögum síðar og svaf með brúnkuna og skolaði morguninn eftir þá fékk ég fullkominn lit að mínu mati. Þá var komið að því að prófa hvort þetta væri virkilega satt, að hún myndi ekki svitna af. JÚ! Viti menn, það var dagsatt og það vakti þvílíka gleði og kátínu hjá undirritaðri. Mig langar því að deila með ykkur minni aðferð á því hvernig ég ber þessa brúnku á mig og öllum undirbúningi. Þar sem mér finnst glæpsamlegt að deila þessu ekki með ykkur kæru lesendur! Skref 1. Ég fer í sturtu og skrúbba mig alla hátt og lágt með hringlaga hreyfingum með skrúbbi frá Skinboss. Skref 2. Ég nota gott rakakrem á olnboga, hné, hæla og kjúkur en skil önnur svæði eftir svo það myndist ekki auka lag undir sjálfa brúnkuna og þar af leiðandi myndi hún ekki endast jafn lengi. Skref 3. Ég set vel af brúnkunni í hanskann og strýk með löngum hreyfingum á hvert svæði fyrir sig. Ekki vera hrædd þó það virðist sumstaðar vera misjöfnur, Þetta jafnast vel út þegar þið eruð búin að fara í sturtu. Fyrstu 30 mínúturnar eftir að ég geri þetta fer ég bara í víðan bol og náttbuxur, þessvegna finnst mér gott að gera þetta fyrir svefninn. Persónulega sef ég með þetta og fer svo í örstutta volga sturtu þegar ég vakna. Passa þarf að sturtan sé stutt, ekki of heit og þegar þið þurrkið ykkur með handklæði eftir á að dúmpa bara, ekki þurrka fast. Vert er að nefna að ég keypti Fitness Tan brúnkuna alveg sjalf en Skinboss skrúbbinn fékk ég að gjöf, það litar þó alls ekki álit mitt á skrúbbnum þar sem ég hef notað hann í mjög langan tíma. |
Archives
April 2017
Categories |