www.fitnestic.is
  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn

Fórst þú aðeins út af sporinu?

3/6/2017

Comments

 
Picture
Við erum öll mannleg og stígum stundum aðeins út af sporinu. 
Því lengur sem við dveljum í því þeim mun erfiðara finnst okkur oft að komast í gírinn..
Maður upplifir oft vonleysi og eins og allt sé ónýtt!
Nú ætla ég að slengja fram setningu sem flestir hafa heyrt.
"Þú grennist ekki af einni hollrii máltíð, heldurðu að þú eyðileggir allt með einni óhollri ?"
Það má alveg breyta þessari setningu líka í 
"Þú grennist ekki á einni helgi, heldurðu að þú eyðileggir alla vinnuna á einni óhollri helgi?"
Picture
Lang oftast er þetta andlegt, við erum jafnvel búin að safna á okkur bjúg og erum þreytt eftir að hafa farið í gegnum dagana illa nærð. Hér fyrir neðan eru nokkur skotheld ráð til þess að koma þér aftur í gírinn ef þú ert ein/n af þeim sem tók smá feilspor!

En munum eitt - að fara "út af sporinu" er mikilvægur hluti af þessu öllu saman, þar lærum við og þar erum við minnt á hvar við viljum ekki vera.

1. Útbúðu þér heitt te
Já, þetta geri ég alltaf. Heitur tebolli með rifnum engifer, hálfri kreistri sítrónu og jafnvel nokkrum myntu laufum. Vatnslosandi og veitir gleði og vellíðan.

Picture
2. Gefum okkur tíma í dekur
Þetta svíkur engann. Heitt bað með Vatnajökli baðsalti sem inniheldur meðal annars magnesíum og ýmsar jurtir sem eru vatnslosandi. Skrúbba sig svo með Skinboss kaffiskrúbbnum og þá eru manni allir vegir færir.

3. Skipulag
Já ég sagði það, og ég tönnlast endalaust á þessu, SKIPULEGGÐU ÞIG!
Sestu niður, skrifaðu á blað hvað þú ætlar að borða á morgun og hvenær þú ætlar að æfa. Þá er það skjalfest og engin fær þér haggað!

Picture
4. Nýtt æfingaplan
Stundum erum við einfaldlega bara komin með nett leið á því sem við erum að gera og þess vegna förum við að sýna því minni áhuga. Byrjaðu á nýju æfingaplani. Talaðu við þjálfarann þinn, eða sendu OKKUR línu og við græjum fyrir þig skothelt plan. Þá getur ekkert klikkað.

5. Enn meira skipulag
Ég þarf stundum bara að skipuleggja mig enn betur. Búa til matseðil fyrir vikuna, kaupa box til að setja allt nestið í, baka bananabrauð og frysta, prófa nýjar uppskriftir, búa til nýtt board á Pinterest með fullt af motivational myndum.

Hægt er að hlusta á ræktar playlistann okkar á Spotify. Hann heitir "Fitnestic gym" en sumir finna hann aðeins undir "Ásdís Inga Haraldsdóttir".
​
Kv.
Ásdís Inga
​​​
​


Comments
    Picture

    Archives

    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016

    Categories

    All

    RSS Feed

Hafðu samband


​

  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn