www.fitnestic.is
  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn

Heilsusamlegri jól

12/17/2016

Comments

 
Picture
Það eru 5 ár síðan ég byrjaði fyrst að huga betur að mataræði og hreyfingu. Síðan þá hef ég náð að tileinka mér nokkrar venjur yfir jólin sem hafa hjálpað mér að líða vel yfir hátíðarnar.
​

Hver kannast ekki við það að vera búin að vera á beit allan Aðfangadag í allskyns smakki. Smá jólakonfekt, smá jólakökur, aðeins af jólaöli, pínu laufabrauð og svo jafnvel aðeins meira jólakonfekt. Svo þegar það kemur loksins að matnum, sem er oft þriggja rétta, þá hefur maður enga svakalega lyst. En maður borðar auðvitað samt á sig gat, það er Aðfangadagur! Opna síðan pakkana alveg sprunginn og helst þörf fyrir leggju.

Hér fyrir neðan eru nokkrar venjur sem ég hef tileinkað mér yfir hátíðarnar sem hafa hjálpað mér að njóta jólanna og líða vel.
​

1. Hreyfa sig í a.m.k 30 mínútur sama hvaða dagur er
Ég hef farið í aðfangadags spinning a.m.k 3 jól og það er eiginlega orðin smá hefð hjá mér. Að byrja aðfangadag á góðum spinning tíma er æðislegt, endorfínið rennur um mann allan eftir á og maður er þvílíkt til í daginn. Þú kemur kroppakrílinu í gang og ert líklegri til að taka skynsamlegri ákvarðanir varðandi mataræðið. Þú þarft ekki að fara í spinning tíma, þú getur t.d gert heima æfingu sem tekur ekki nema 15-20 mínútur!
Picture

​2. Hafa vatnsbrúsa við höndina

Þetta er mjög mikilvægt atriði að mínu mati. Ef þú vökvar kroppinn vel samhliða sukkinu þá eru bæði líkur á því að þú borðir örlítið minna og þér mun pottþétt líða betur.

Picture
3. Drekka 2 bolla af grænu tei á dag
Grænt te er vatnslosandi og eykur orku. Yfir hátíðarnar er oft borðað mikið af söltu kjöti og fólk talar oft um bjúg og þá er einmitt tilvalið að drekka 2 bolla af grænu tei daglega. Samhliða auðvitað lið númer tvö!

4. Skipuleggja mataræðið fyrirfram
Tökum aðfangadag sem dæmi. Það er ekkert sem segir að maður þurfi að sukka allann Aðfangadag. Mér finnst alltaf gott að byrja alla daga á hollum og næringarríkum morgunverð, líka á aðfangadag. Ef þú skipuleggur hvað þú ætlar að borða fyrirfram eru minni líkur á því að þú endir afvelta og með magaverki eftir daginn. Það er ótrúlega góð leið að borða hollt fram að kvöldmat og gera það alla dagana.
​
Picture
5. Heilsusamlegri smákökur
Það eru til ógrynni af uppskriftum á www.pinterest.com af allskyns smákökum og gúmmilaði sem eru mun næringarríkari og sykurminni heldur en þessar týpísku smákökur án þess að það bitni nokkuð á bragðinu. Maður þarf færri smákökur þar sem þessar innihalda næringu og manni líður ekki illa eftir að hafa borðað þær. Margar þeirra innihalda hvorki hveiti né nokkurn sykur.


Picture
6. Njóta og sleppa öllu stressi
Jólin koma og fara hvert einasta ár. Þau spyrja ekkert að því hvort þú hafir verið búin að kaupa nýja jólaskyrtu eða græja jólakæfuna. Þetta hljómar ef til vill klisjulega en það sem öllu máli skiptir um jólin er samveran með okkar nánustu, þetta veraldlega skiptir engu máli. Ekki stressa þig, leyfðu bara jólunum að fara eins og þau fara. Knúsaðu og kysstu þá sem þú elskar mest og gerðu jafnvel eins og við ætlum að gera, klæðast náttfötum á Aðfangadag.
Ég veit að margar hefðir eru yndislegar og jafnvel ómissandi fyrir marga, en þær missa marks þegar það er mikið stress í kring.
Þú ert líka líklegri til þess að borða næringasnauða/rusl fæðu þegar að þú ert í ójafnvægi og kvíða.
​


Gleðileg jól!
Ásdís Inga
​


Comments
    Picture

    Archives

    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016

    Categories

    All

    RSS Feed

Hafðu samband


​

  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn