www.fitnestic.is
  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn

Nokkur góð ráð við "ræktarleiða"

9/22/2016

Comments

 
Ég hef oft upplifað tímabil þar sem mér finnst ég vera með "ræktarleiða".
Flestir upplifa slíkt tímabil og þá er gott að geta gripið til einhverra ráða til að koma sér aftur á beinu brautina. 
Hér ætla ég að deila með ykkur
5 ráðum við "ræktarleiða"!
Picture
Motivation/hvatning
Það er ótrulega gott að byrja alla daga á einhverju sem þér finnst vera hvetjandi. Ég útbý t.d albúm á www.pinterest.com þar sem ég vista allar myndir sem mér þykja hvetjandi. Svo er hægt að finna allskonar hvetjandi vídeó á Youtube.
Alexandra bjó til spilunarlista á youtube með allskyns hvetjandi videoum og uppáhalds vídeóið mitt þar heitir "dream".
Það er hægt að kveikja á einu vídeói á leið í vinnu, í skólann eða líta yfir hvetjandi myndir yfir morgunmatnum. Það setur tóninn inn í daginn og getur gert gæfumun.
Einnig eru margir með hvetjandi snapchat aðganga sem er gaman að fylgjast með. Okkar er: fitnestic og reynum við eftir bestu getu að vera hvetjandi.

Picture
Góður playlisti
Ef ég er með ný og skemmtileg lög þá finn ég að það verður enn meira spennandi að mæta á æfingu. Ég er lang hrifnust af því að nota Spotify og ég borga fyrir premium aðgang. Premium aðgangur gerir þér það kleift að hlusta á öll lög þó þú sért ekki nettengd/ur. En premium aðgangur er ekki nauðsyn, Spotify er hægt að nálgast frítt.
Þeir playlistar sem ég er að hlusta mest á þessa dagana eru Pulse Crossfit og annar playlisti sem Alma og Klara græjuðu saman sem heitir RÆKTINNNN. Þessa playlista er hægt að nálgast inná Spotify með því að slá þessi nöfn inn í "search".

Picture
Ný flík
Það er aldrei leiðinlegt að hafa góða og gilda ástæðu til þess að kaupa sér nýja rætar flík , eða það finnst mér a.m.k ekki. 
Ég finn að ef ég er komin með smá ræktarleiða þarf oft bara einn nýjan bol í safnið og ég er meira en til í að skella mér á góða æfingu. Föt í ræktina eru oft mjög dýr á Íslandi og vil ég endilega deila með ykkur síðu sem ég er heldur betur hrifin af. Á USA pro síðunni er hægt að kaupa föt í ræktina á mjög góðu verði og láta senda heim. Eina gjaldið sem bætist við er VSK og hægt er að reikna út öll gjöld hér.
Picture
Nýtt æfinga eða matarplan
Oft er maður hreinlega bara komin/n með leið á matar- eða æfingaplaninu sínu eftir 4 vikur og þarf ný. Talaðu við þjálfarann þinn og biddu hann um að endurnýja, segðu þjálfaranum frá því sem þér þykir skemmtilegt að gera og hvaða markmiðum þig langar til að ná og þá verða plönin enn skemmtilegri! 
Ef þú ert ekki með þjálfara og ert jafnvel bara að gera "eitthvað" í ræktarsalnum þá hvet ég þig til að hafa samband við einhvern sem þér lýst vel á og fá plön sem hentar þér. Að vera með skýra og góða stefnu er lykilatriði þegar maður vill ná árangri.

Picture

​Hvað drífur þig áfram?

Hver er aðal ástæðan fyrir þvi að þú lagðir upp í þetta ferðalag til að byrja með?
Það getur verið svo margt og er ótrúlega persónubundið. Mitt "why" er sonur minn, ég vil vera heilbrigð og góð fyrirmynd fyrir son minn. Settu þitt "why" á blað og hafðu fyrir framan þig á hverjum degi til að minna þig á. Ef þú ert með ræktarleiða núna, sestu niður og skrifaðu niður á blað afhverju þú vilt hefja lífsstílsbreytingu. Það gæti kveikt einhvern neista!
Ásdís Inga Haraldsdóttir
Comments
    Picture

    Archives

    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016

    Categories

    All

    RSS Feed

Hafðu samband


​

  • Forsíða
    • Um mig
    • Spurningalisti
    • Skilmálar Fjarþjálfun
  • Verð/skráning
  • Árangur/Umsagnir
  • Matarbankinn
  • Gagnabankinn